Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 21. ágúst 2018 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Klopp íhugaði að hætta við Alisson út af umræðunni um Karius
Alisson var keyptur til Liverpool í sumar.
Alisson var keyptur til Liverpool í sumar.
Mynd: Getty Images
Það hefur ekki farið fram hjá neinum fótboltaáhugamanni að Liverpool keypti brasilíska markvörðinn Alisson frá Roma í sumar á 67 milljónir punda. Hann var dýrasti markvörður sögunnar um tíma, áður en Chelsea keypti Spánverjann Kepa Arrizabalaga frá Athletic Bilbao fyrir 71 milljón punda.

Alisson hefur spilað tvo deildarleiki með Liverpool, haldið hreinu í þeim báðum og staðið sig vel.

Loris Karius varði mark Liverpool stærstan hluta síðasta tímabils og hjálpaði liðinu að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gerðist hann hins vegar sekur um tvö stór mistök sem kostuðu tvö mörk. Liverpool tapaði úrslitaleiknum gegn Real Madrid 3-1.

Alisson var keyptur í stað Karius, en Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar hafi ekkert haft með kaupin á Alisson að gera.

„Ég sagði Karius ekki það sem hann vildi heyra, heldur hvernig staðan væri í raun og veru," segir Klopp.

„Úrslialeikur Meistaradeildarinnar hafði ekki með kaup okkar á Alisson að gera. Ef við hefðum unnið hann og Alisson hefði verið á markaðnum þá hefðum líka keypt hann."

Karius fékk ótrúlegt magn af gagnrýni eftir úrslitaleikinn.

„Það hvernig fólk kom fram við Karius eftir úrslitaleikinn fékk mig næstum því til að sleppa við Alisson og halda Karius í markinu. En við urðum að sýna fagmennsku. Okkar starf er að hafa bestu leikmennina í hverri einustu stöðu."

Karius er sagður á leið til tyrkneska félagsins Besiktas.
Athugasemdir
banner
banner