Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 21. ágúst 2018 14:45
Magnús Már Einarsson
Klopp: Of snemmt að tala um titilmöguleika
Kátur eftir sigurinn í gær.
Kátur eftir sigurinn í gær.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segist ekki vera farinn að spá í titilmöguleika liðsins. Liverpool hefur byrjað tímabilið vel en liðið lagði Crystal Palace í gærkvöldi eftir sigur á West Ham í fyrstu umferðinni.

„Þetta er of snemmt. Mér gæti ekki verið meira sama," sagði Klopp aðspurður út í titilmöguleikana eftir leikinn í gær.

„Ég var ekki 100% viss í fyrri hálfleik að við myndum skora (gegn Palace) en þú verður að reyna þitt besta og það er það sem við gerum í hverri viku."

„Við þurfum að vera reiðbúnir að spila öðruvísi. Við þurfum að spila ljótan leik stundum, það þarf að vera erfitt að spila okkur og enginn ætti að vera ánægður með að fara á Anfield eða fá Liverpool í heimsókn."

„Það er markmið okkar og við sjáum hvað gerist í lok tímabils. Deildin er of sterk til að segja eitthvað eftir tvær umferðir."

Athugasemdir
banner
banner