þri 21. ágúst 2018 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Lionel Messi leiðir mótmæli fyrirliða í La Liga
Messi og Ramos eru meðal fyrirliða spænsku deildarinnar.
Messi og Ramos eru meðal fyrirliða spænsku deildarinnar.
Mynd: Getty Images
Í síðustu viku kynnti spænska úrvalsdeildin, La Liga, áform sín um að spila einn deildarleik í Bandaríkjunum sem hluta af 15 ára samstarfi sínu við fjölmiðlafyrirtækið Relevant. Spænsku leikmannasamtökin voru ekki lengi að mótmæla tilkynningunni og hafa fyrirliðar allra félaga komið sér saman um að mótmæla þessari breytingu.

Lionel Messi, fyrirliði Barcelona, fer þar fremstur í flokki og hefur sannfært hina 19 fyrirliðana um að mæta með sér á höfuðstöðvar leikmannasamtakanna á morgun, miðvikudag, til að mótmæla.

Leikmannasamtökin standa með fyrirliðunum í þessu máli sem og spænska knattspyrnusambandið, sem var ekki látið vita af áformunum.

Markmið Relevant er að vekja frekari áhuga Bandaríkjamanna á evrópskri knattspyrnu, en fjölmiðlarisinn var með sýningarréttinn á ICC æfingamótinu sem fór fram á undirbúningstímabilinu.

Þar mættu stærstu félög Evrópu til leiks og kepptu sín á milli víðsvegar um hnöttinn, þó aðallega í Bandaríkjunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner