Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 21. ágúst 2018 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Milivojevic sagði Salah að viðurkenna leikaraskapinn
Salah og Milivojevic voru bestu leikmenn sinna liða á síðasta tímabili.
Salah og Milivojevic voru bestu leikmenn sinna liða á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
Liverpool lagði Crystal Palace að velli með tveimur mörkum gegn engu er liðin mættust í síðasta leik 2. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í gærkvöldi.

Mohamed Salah var líkt og áður í aðalhlutverki og fiskaði vítaspyrnu rétt fyrir leikhlé. James Milner skoraði örugglega úr spyrnunni og kom Liverpool þannig yfir á mikilvægum tímapunkti.

Þegar Salah fiskaði spyrnuna stóð Luka Milivojevic, fyrirliði Crystal Palace, yfir honum og talaði við hann. Salah setti höndina fyrir munninn og svaraði honum. Milivojevic sagði í viðtali í dag hvað hafði farið á milli þeirra.

„Ég sagði honum að viðurkenna fyrir dómaranum að þetta væri dýfa. Þá svaraði hann að þetta hafi ekki verið dýfa," sagði Milivojevic.

„Að mínu mati var þetta ekki vítaspyrna og ég er búinn að sjá endursýningar. Mama (Mamadou Sakho) reyndi að snerta boltann en náði því ekki. Að mínu mati snerti hann ekki manninn heldur.

„Það þýðir ekkert að væla yfir dómaramistökum. Við göngum stoltir frá leiknum þrátt fyrir tap. Við vorum óheppnir."




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner