Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 21. ágúst 2018 08:40
Magnús Már Einarsson
Mourinho með fullan stuðning - Ekkert rætt um Zidane
Jose Mourinho stjóri Manchester United.
Jose Mourinho stjóri Manchester United.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, er ennþá með fullan stuðning hjá stjórn félagsins þrátt fyrir 3-2 tap gegn Brighton um helgina. BBC segir frá þessu.

Frammistaða United hefur fengið mikla gagnrýni og orðrómur hefur verið um að félagið vilji fá Zinedine Zidane, fyrrum þjálfara Real Madrid, til að taka við stjórnvölunum.

Heimildir BBC úr herbúðum Manchester United segja hins vegar ekkert til í þessu.

„Af hverju ættum við að ræða um Zidane þegar það er ekkert starf í boði?" sagði einn heimildarmaður United við BBC.

Mourinho var ósáttur við að fá ekki fleiri leikmenn til United í sumar á meðan stjórn félagsins taldi að ekki væri til leikmaður á sanngjörnu verði sem myndi styrkja liðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner