Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. ágúst 2018 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Moyes óvænt orðaður við þjálfarastarfið hjá Bandaríkjunum
Moyes stýrði síðast West Ham.
Moyes stýrði síðast West Ham.
Mynd: Getty Images
Skoski knattspyrnustjórinn David Moyes var um liðna helgi óvænt orðaður við landsliðsþjálfarastarfið hjá Bandaríkjunum.

Bandaríkjamenn eru búnir að vera að leita að nýjum landsliðsþjálfara í þónokkurn tíma. Bruce Arena tókst ekki að koma liðinu HM og fékk ekki að halda áfram eftir það.

Goal.com birti listi yfir þjálfara sem mögulega gætu tekið við starfinu fyrr í þessum mánuði. Heimir Hallgrímsson, sem hafði verið orðaður við starfið, var ekki á listanum, ekki frekar en Moyes.

En í grein Times er Moyes sagður koma til greina í starfið. Hann hefur sjálfur áhuga á starfinu.

Bandaríska knattspyrnusambandið vildi ekki svara fyrirspurnum frá NBC Sports um málið.

Moyes er 55 ára, skoskur og stýrði síðast West Ham í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur einnig stýrt Preston, Everton, Manchester United, Real Sociedad og Sunderland.

Moyes hefur aldrei áður þjálfað landslið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner