Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 21. ágúst 2018 08:25
Magnús Már Einarsson
Umboðsmaður Pogba svarar Scholes fullum hálsi
Mino Raiola umboðsmaður Pogba lætur oft í sér heyra.
Mino Raiola umboðsmaður Pogba lætur oft í sér heyra.
Mynd: Getty Images
Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, hefur svarað gagnrýni frá Paul Scholes fyrrum leikmanni Manchester United.

Scholes gagnrýndi Pogba eftir 3-2 tap Manchester United gegn Brighton á sunnudag.

Scholes sagði að Pogba hefði átt lélegan leik og að honum skorti leiðtogahæfileika. Pogba hefur verið fyrirliði United í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins í fjarveru Antonio Valencia.

„Paul Scholes myndi ekki þekkja leiðtoga þó að hann myndi standa fyrir framan Sir Winston Churchill," sagði Raiola á Twitter. „Sumir þurfa að tala bara af því þeir óttast að gleymast."

„Paul Scholes ætti að verða yfirmaður íþróttamála og ráðlegja Woodward að selja Pogba. Það yrðu svefnlausar nætur að finna nýtt félag fyrir Pogba," bætti Raiola við í kaldhæðni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner