Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 21. ágúst 2018 16:30
Elvar Geir Magnússon
Wenger sæmdur æðstu heiðursorðu Líberíu
Arsene Wenger hætti störfum hjá Arsenal fyrr á árinu.
Arsene Wenger hætti störfum hjá Arsenal fyrr á árinu.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger mun á föstudag vera sæmdur æðstu heiðursorðu Afríkuríkisins Líberíu.

George Weah, forseti Líberíu, veitir Wenger orðuna fyrir að hafa keypt sig til Mónakó 1988 þegar hann var stjóri þar.

Þessar fréttir hafa vakið blendin viðbrögð en margir telja að orðuna eigi ekki að veita einstaklingum sem gerðu eitthvað fyrir forsetann persónulega

Weah er eini Afríkumaðurinn sem valinn hefur verið besti leikmaður heims. Hann spilaði meðal annars fyrir AC Milan, Paris Saint-Germain and Chelsea en lagði skóna á hilluna 2003 og sneri sér að pólitík.

Weah segir að Wenger hafi hugsað um sig eins og son sinn. Hann segist sannfærður um að án Wenger hefði hann ekki náð þessum hæðum í Evrópuboltanum.

Sjá einnig:
Wenger hvetur til þess að gerð verði bíómynd um Weah
Athugasemdir
banner
banner