banner
   þri 21. ágúst 2018 12:01
Elvar Geir Magnússon
Witsel bjargaði Dortmund í bikarnum
Axel Witsel reyndist hetja Dortmund.
Axel Witsel reyndist hetja Dortmund.
Mynd: Getty Images
Borussia Dortmund komst naumlega áfram gegn B-deildarliðinu Greuther Furth í þýska bikarnum. Það var Belginn Axel Witsel, sem kom frá kínverska félaginu Tianjin Quanjian í sumar, sem bjargaði Dortmund.

Hann skoraði jöfnunarmark 1-1 í uppbótartíma en Greuther Furth hafði skorað stundarfjórðungi áður.

Það voru komnar fimm mínútur inn í uppbótartímann þegar Witsel skoraði. Í framlengingunni var það svo Marco Reus sem skoraði sigurmarkið.

Tvö önnur úrvalsdeildarlið voru í vandræðum í gær, Hertha Berlin og Freiburg fengu harða samkeppni frá 3. deildarliðum.

Mike Frantz skoraði í uppbótartíma fyrir Freiburg gegn Energie Cottbus og kom liðinu í framlengingu. Freiburg vann svo í vítaspyrnukeppni.

Hertha skoraði sigurmark gegn Eintracht Braunschweig á 83. mínútu þegar Vedad Ibisevic kom boltanum í netið.

Um liðna helgi vann Borussia Mönchengladbach 11-1 sigur gegn 5. deildarliðinu Hastedt og ríkjandi bikarmeistarar í Eintracht Frankfurt féllu úr leik með 2-1 tapi gegn 4. deildarliðinu Ulm.
Athugasemdir
banner
banner
banner