Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 21. september 2018 17:00
Magnús Már Einarsson
Ástrós spáir í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna
Ástrós Ýr Eggertsdóttir.
Ástrós Ýr Eggertsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistarar Breiðabliks enda sumarið á sigri samkvæmt spá Ástrósar.
Íslandsmeistarar Breiðabliks enda sumarið á sigri samkvæmt spá Ástrósar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anna Björk Kristjánsdóttir var með þrjá rétta þegar hún spáði í síðustu umferð í Pepsi-deild kvenna.

Lokaumferðin fer fram klukkan 14:00 á morgun og Ástrós Ýr Eggertsdóttir, íþróttafréttakona á Stöð 2 Sport og Vísi, spáir í leikina að þessu sinni.



Valur 1 - 3 Breiðablik
Íslandsmeistararnir eru ekkert að fara að slaka á þó titillinn sé kominn í hús. Þær klára þetta mót með stæl og Berglind Björg klárar þessa keppni um gullskóinn.

Grindavík 0 - 0 FH
Bæði lið fallin og ég held þetta verði leiðinlegur leikur því miður. Þrátt fyrir að hafa lekið inn mörkunum í sumar held ég þessi leikur verði markalaus því liðin hafa ekki skorað mikið. Ef sigurinn dettur með öðru liðinu þá fer minn peningur á Grindavík, það virðist ekkert falla með FH-ingum í sumar.

Selfoss 0 - 1 ÍBV
Eyjakonur tóku Suðurlandsslaginn í fyrri umferðinni og ná þessum líka. Þetta verður þessi klassíski „hörkuleikur sem einkennist af baráttu“ og Cloe Lacasse klárar hann fyrir ÍBV.

Stjarnan 3 - 3 Þór/KA
Annað hvort verður þessi leikur algjörlega steindauður eða mjög fjörugur. Ég ætla að giska á það síðarnefnda því þó leikurinn sé tíðindalaus upp á stöðuna í deildinni eru þetta skemmtileg fótboltalið. Bæði lið hafa verið dugleg að skora og átt mikla markaleiki. Stjörnukonur hafa ekki tapað síðan í bikarúrslitunum og ætla ekki að kveðja Óla þjálfara með tapi í lokaleiknum.

HK/Víkingur 2 - 0 KR
Eftir sigurinn í síðustu umferð eru KR-ingar öruggir áfram í deildinni og slaka á í þessum síðasta leik. Nýliðarnir kóróna fínasta tímabil með sigri og geta gengið sáttar frá borði.

Fyrri spámenn:
Helena Ólafsdóttir (4 réttir)
Anna Björk Kristjánsdóttir (3 réttir)
Glódís Perla Viggósdóttir (3 réttir)
Svava Rós Guðmundsdóttir (3 réttir)
Daði Rafnsson (2 réttir)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (2 réttir)
Gunnleifur Gunnleifsson (2 réttir)
Jóhann Kristinn Gunnarsson (2 réttir)
Ingibjörg Sigurðardóttir (2 réttir)
Oliver Sigurjónsson (2 réttir)
Guðbjörg Gunnarsdóttir (1 réttur)

Draumaliðsdeild 50skills
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild 50skills. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner