Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 21. september 2018 22:08
Brynjar Ingi Erluson
Carragher: Benitez verður að fara frá Newcastle
Rafael Benitez
Rafael Benitez
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky Sports, segir að Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Newcastle United, þurfi að yfirgefa félagið.

Rafael Benitez tók við Newcastle árið 2016 og hefur lítið fengið að eyða peningum og styrkja liðið.

Honum tókst á einhvern ótrúlegan hátt að ná tíunda sætinu á síðasta tímabili en fékk svo lítinn pening til að styrkja hópinn í sumar og því erfitt tímabil framundan.

Jamie Carragher, sem spilaði undir stjórn Rafael Benitez hjá Liverpool, segir að spænski stjórinn þurfi að fara frá Newcastle.

„Ef Ashley verður áfram þá verður Rafa að fara. Þetta voru lokaorð mín í dálknum mínum um Newcastle á síðasta tímabili og eftir ástandið í sumar þá skil ég ekki hvernig minn gamli stjóri er enn þarna," sagði Carragher.

„Knattspyrnustjóri af hans gráðu sættir sig ekki við það að sigla lygnan sjó og ekki með nein plön fyrir framtíðina, það er ekki séns. Það er ekkert meira sem hann getur gert á St. James' Park."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner