fös 21. september 2018 19:00
Magnús Már Einarsson
Helena og Aníta halda áfram með ÍA
Helena og Aníta á hliðarlínunni.
Helena og Aníta á hliðarlínunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnufélag ÍA hefur ákveðið að endurnýja samkomulag við Helenu Ólafsdóttur og Anítu Lísu Svansdóttur um að halda áfram sem þjálfarar hjá meistaraflokks kvenna en þær hafa verið þjálfarar liðsins síðustu tvö keppnistímabil.

Helena hefur verið þjálfari liðsins og Aníta hefur verið aðstoðarþjálfari.

Helena er mjög reyndur þjálfari en hún hefur meðal annars stýrt íslenska landsliðinu, KR, FH, Val og Selfossi á ferli sínum.

ÍA endaði í þriðja sæti í Inkasso-deildinni með 40 stig og missti naumlega af því að fara upp í efstu deild. Í fyrra endaði ÍA í fimmta sæti 1. deildarinnar með 27 stig.

„Að sögn Unnar Ýrar Haraldsdóttur, sem er fyrirliði ÍA, þá er hún mjög ánægð með að það eigi að semja áfram við Helenu og Anítu Lísu um að halda áfram með liðið," segir á heimasíðu ÍA.
Athugasemdir
banner
banner
banner