fös 21. september 2018 15:30
Magnús Már Einarsson
Ingvar Jóns spáir í lokaumferðina í Inkasso-deildinni
Ingvar Jónsson.
Ingvar Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nær Magni að bjarga sér frá falli?
Nær Magni að bjarga sér frá falli?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Sveinn Geirsson var með fjóra rétta þegar hann spáði í næstsíðustu umferðina í Inkasso-deildinni um síðustu helgi.

Lokaumferðin í deildinni fer fram á morgun. Ingvar Jónsson, markvörður Viborg, spáir í leikina þar en ennþá er óljóst hvaða lið fellur ásamt Selfossi og hvort HK eða ÍA vinni deildina.



Fram 2 - 2 Víkingur Ó. (14:00 á morgun)
Vikingarnir hafa gefið eftir undanfarið og missa þennan leik niður í jafntefli á lokametrunum.

Þór 3 - 2 Leiknir R. (14:00 á morgun)
Markaleikur þar sem Þórsararnir klára þetta.

Njarðvík 5 - 1 Selfoss (14:00 á morgun)
Mínir menn í Njarðvík klára flott tímabil með stæl, Ari mætir aftur i markaskónum frá síðustu umferð og hleður í þrennu, allt eftir klafs í teignum.

ÍR 0 - 1 Magni (14:00 á morgun)
Magnamenn bjarga sér frá falli á dramatískan hátt. Gunnar Örvar
skorar sigurmarkið í uppbótartima.

Haukar 1 - 3 HK (16:00 á morgun)
HK ingar loka þessum leik nokkuð auðveldlega.

ÍA 3 - 1 Þrottur R. (16:00 á morgun)
Skagamenn enda þetta á öruggum heimasigri.

Fyrri spámenn
Arnar Sveinn Geirsson (4 réttir)
Björgvin Stefánsson (4 réttir)
Emil Pálsson (4 réttir)
Hilmar Árni Halldórsson (4 réttir)
Oliver Sigurjónsson (4 réttir)
Pálmi Rafn Pálmason (4 réttir)
Ásgeir Sigurgeirsson (3 réttir)
Baldur Sigurðsson (3 réttir)
Bergsveinn Ólafsson (3 réttir)
Davíð Örn Atlason (3 réttir)
Guðjón Pétur Lýðsson (3 réttir)
Gunnar Þorteinsson (3 réttir)
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (3 réttir)
Þórarinn Ingi Valdimarsson (3 réttir)
Alexandra Jóhannsdóttir (2 réttir)
Arna Sif Ásgrímsdóttir (2 réttir)
Gunnar Helgason (2 réttir)
Málfríður Erna Sigurðardóttir (2 réttir)
Ragnar Bragi Sveinsson (2 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner