fös 21. september 2018 21:03
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Mögnuð byrjun Sassuolo
Kevin Prince Boateng skoraði í dag.
Kevin Prince Boateng skoraði í dag.
Mynd: Getty Images
Sassuolo 3 - 1 Empoli
0-1 Francesco Caputo ('1 )
1-1 Kevin Prince Boateng ('13 )
2-1 Gianmarco Ferrari ('57 )
3-1 Federico Di Francesco ('85 )
Rautt spjald: Miha Zajc ('71, Empoli )

Sassuolo lagði Empoli að velli, 3-1, er liðin mættust á Mapei-leikvanginum í dag.

Francesco Caputo kom Empoli yfir eftir aðeins 43 sekúndur en leiðin lá niður á við eftir markið. Það var Kevin Prince Boateng sem jafnaði metin á 13. mínútu áður en varnarmaðurinn Gianmarco Ferrari kom Sassuolo yfir.

Federico Di Francesco, sonur Eusebio Di Francesco, þjálfara Roma, skoraði svo þriðja markið undir lok leiks. Miha Zajc fékk að líta sitt annað gula spjald í liði Empoli á 71. mínútu og þar með rautt.

Lokatölur 3-1 fyrir Sassuolo sem er í 2. sæti með 10 stig eftir fimm leiki. Frábær byrjun Sassuolo sem átti furðulegt tímabil í fyrra og þótti þá afar litlaust. Það hefur þó orðið breyting á þar.

Það má taka sem dæmi að liðið skoraði aðeins 29 mörk í Seríu A á síðasta tímabili í 38 leikjum. Ciro Immobile, framherji Lazio, skoraði jafnmörg mörk og Sassuolo á síðasta tímabili. Liðið er nú búið að skora 12 mörk eftir fimm leiki.

Matteo Politano skoraði 11 af 29 mörkum Sassuolo á síðasta tímabili en hann fór til Inter í sumar á láni. Þrátt fyrir það hefur liðið byrjað vel og hefur liðið fengið menn á borð við Gianmarco Ferrari, Boateng og Manuel Locatelli svo einhverjir séu nefndir.
Athugasemdir
banner
banner
banner