Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 21. september 2018 14:00
Magnús Már Einarsson
Klopp um markaleysi Salah: Þetta er ekki vandamál
Mohamed Salah.
Mohamed Salah.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, telur að það sé einungis tímaspursmál hvenær Mohamed Salah fer að raða inn mörkum á nýjan leik. Salah hefur ekki skorað í þremur leikjum í röð en aldrei hefur liðið eins langur tími á milli marka hjá honum síðan hann gekk í raðir Liverpool í fyrra.

„Varnarlega séð var hann framúrskarandi í síðustu tveimur leikjum. Það er svo mikilvægt í þessum leikjum. Það segir allt um hann að hann er tilbúinn að leggja hart að sér fyrir liðið í þessum leikjum," sagði Klopp.

„Það er fullkomlega eðlilegt fyrir sóknarmann að lenda í tímabili þar sem þú skorar ekki. Hann er ennþá ógnandi og komst í góðar stöður í síðustu tveimur leikjum. Hann er í góðu formi. Að klára færi er ekki eitthvað sem hægt er að ganga að sem öruggum hlut."

Þegar Klopp var bent á að Salah er með einu marki færra en á sama tímapunkti á síðasta tímabili sagði Þjóðverjinn: ;,Wow það er krísa! Enginn man eftir því. Þetta er ekki vandamál."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner