Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 21. september 2018 13:36
Magnús Már Einarsson
Man Utd ekki í beinni á Stöð 2 Sport - Fyrsta skipti í nokkur ár
Manchester United verður ekki í beinni á morgun.
Manchester United verður ekki í beinni á morgun.
Mynd: Getty Images
Stöð 2 Sport mun ekki sýna leik Manchester United og Wolves í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Leikurinn hefst klukkan 14:00 en á sama tíma verður leikur Liverpool og Southampton í beinni útsendingu.

Stöð 2 Sport er aðeins heimilt að sýna einn leik klukkan 14.00 hvern laugardag og því þurfti að velja á milli þessara leikja.

Allir leikir Manchester United hafa verið í beinni á Stöð 2 sport undanfarin ár en þetta er í fyrsta skipti í tvö ár sem United og Liverpool spila bæði klukkan 14:00 á laugardegi.

Það sama gerist í 13. umferðinni í vetur en þá verður leikur United sýndur og Liverpool ekki.

Yfirlýsing frá Stöð 2 Sport
Kæru áskrifendur Stöðvar 2 Sports

Á morgun, laugardag 22. september, verður leikur Man Utd og Wolves ekki sýndur í beinni útsendingu. Ástæðan er sú að samkvæmt þeim skilyrðum sem okkur eru sett í samningi okkar við rétthafa í Bretlandi er Stöð 2 Sport, sem og öðrum rétthöfum í Evrópu, aðeins heimilt að sýna einn leik klukkan 14.00 hvern laugardag.

Ástæða þess að við viljum vekja sérstaka athygli á þessu nú er að stuðningsmannahópur Man Utd á Íslandi er stór, sem og í hópi okkar viðskiptavina. Stöð 2 Sport hefur sýnt alla leiki Man Utd síðastliðin ár. Þess er ekki kostur þessa helgina og biðjum við viðskiptavini okkar velvildar á því.

Þetta er í fyrsta skipti í 2 ár að Premier League setur Liverpool og Man Utd leiki á þessum leiktíma. Þetta mun koma aftur upp í 13. umferð en þá þurfum við að sleppa Liverpool leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner