Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 21. september 2018 08:00
Magnús Már Einarsson
Man Utd og Tottenham vilja De Jong
Powerade
Frenkie de Jong gæti verið á leið í enska boltann.
Frenkie de Jong gæti verið á leið í enska boltann.
Mynd: Getty Images
Pochettino er farinn að óttast um starf sitt.
Pochettino er farinn að óttast um starf sitt.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin sofa aldrei. Hér er pakki dagsins.



Manchester United og Arsenal hafa áhuga á Arne Maier (19) miðjumanni Hertha Berlin. (SportBild)

Manchester United hefur ásamt Tottenham áhuga á miðjumanninum Frenkie de Jong (22) hjá Ajax. Njósnarar Manchester United mættu til að skoða De Jong í leik Hollands og Frakklands á dögunum. (Sun)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segist eiga á hættu að vera rekinn ef slæmt gengi liðsins heldur áfram. (Mirror)

Pochettino segir að meiðsli Hugo Lloris (31) megi rekja til streitu eftir að hann var dæmdur fyrir ölvunarakstur. (Sun)

Liverpool hefur færst skrefi nær því að fá Nicolo Barella (21) miðjumann Cagliari eftir að Juventus hætti við að fá leikmanninn. (Calciomercato)

Francesco Totti segist hafa reynt að sannfæra Ronaldo og Zlatan Ibrahimovic um að ganga til liðs við Roma á sínum tíma. (Mail)

Jurgen Klopp ákvað að breyta félagaskiptastefnu félagsins í gæði umfram magn þegar hann ákvað að gera Virgil van Dijk að dýrasta varnarmanni í sögunni fyrr á árinu. (FourFourTwo)

Wilfried Zaha (25) kantmaður Crystal Palace segir að lífið sitt hafi verið helvíti hjá Manchester United. Zaha spilaði einungis tvo deildarleiki með United á tveimur árum. (Shortlist)

James Collins (35) fyrrum varnarmaður West Ham gæti verið á leið til Aston Villa en hann er félagslaus. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner