Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 21. september 2018 08:30
Magnús Már Einarsson
Markvörður KA byrjaði í marki eftir dapra frammistöðu Valdes
Aron Elí Gíslason.
Aron Elí Gíslason.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Aron Elí Gíslason hefur staðið vaktina vel í marki KA eftir að Cristian Martinez meiddist í lok júlí. Aron átti stórleik í 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni í vikunni og var valinn í lið umferðarinnar á Fótbolta.net.

Innan við tvö ár eru síðan hinn tvítugi Aron byrjaði að æfa mark af krafti. Aron hafði æft fótbolta þegar hann var yngri og síðan handbolta en í febrúar í fyrra spilaði hann sinn fyrsta leik í marki með B-liði í 2. flokki.

Aron Elí er í viðtali í Morgunblaðinu í dag þar sem hann kemur með skemmtilega sögu af því af hverju hann ákvað að spreyta sig í markinu.

„„Þetta byrjaði fyr­ir nærri tveim­ur árum er ég fór til Eng­lands með fé­lög­um mín­um og sá leik Arsenal og Midd­les­brough," sagði Aron Elí í Morgunblaðinu í dag.

„Þar sem við vor­um að fylgj­ast með leikn­um sagði ég við fé­laga mína í gamni að ég gæti nú al­veg ör­ugg­lega gert bet­ur en Valdés sem átti ekki sinn besta leik í marki Midd­les­brough. Vin­ir mín­ir svöruðu að það væri nú ekki mögu­leiki. Ég lét ekki sitja við orðin tóm, keypti mér mark­manns­hanska og mætti á æf­ingu. Þar með varð ekki aft­ur snúið,."

Aron Elí var valinn í U21 árs landsliðshópinn í fyrsta skipti á dögunum en hann verður í eldlínunni með KA gegn Grindavík í næstsíðustu umferð Pepsi-deildarinnar á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner