Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 21. september 2018 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Nýtt stuðningsmannalag Leeds: Bielsa Rhapsody
Mynd: Getty Images
Leeds United hefur verið að ganga merkilega vel á upphafi tímabilsins undir stjórn Marcelo Bielsa.

Bielsa er 63 ára gamall og er þekktastur fyrir að stýra landsliðum Argentínu og Síle. Menn á borð við Pep Guardiola og Mauricio Pochettino tala um hann sem læriföður sinn.

Hann hefur komið nýjum hugmyndum að hjá Leeds og spilar liðið öðruvísi fótbolta en áður. Þessi breyting hefur verið að skila árangri og er liðið taplaust á toppi Championship deildarinnar með 18 stig eftir 8 umferðir.

Stuðningsmenn Leeds dýrka þennan nýja stjóra sinn og eru þeir búnir að búa til nýtt stuðningsmannalag tileinkað honum.

Notast er við undirspilið úr Queen laginu fræga Bohemian Rhapsody en textanum er gjörbreytt. Útkomuna er hægt að skoða hér fyrir neðan.




Athugasemdir
banner
banner
banner