Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 21. september 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Van Dijk var fljótari en Salah og Mbappe
Virgil van Dijk (til vinstri) er snöggur.
Virgil van Dijk (til vinstri) er snöggur.
Mynd: Getty Images
Þegar tölfræði úr leik Liverpool og PSG er skoðuð kemur í ljós að varnarjaxlinn Virgil van Dijk var fljótasti maðurinn á vellinum.

Van Dijk mældist á 32,4 kílómetra hraða í hraðasta spretti sínum í leiknum.

Mohamed Salah og Sadio Mane, sóknarmenn Liverpool, og Kylian Mbappe og Neymar hjá PSG náðu ekki sama hraða.

Mbappe mældist á 32 kílómetra hraða í hraðasta spretti sínum í leiknum líkt og Andy Robertson vinstri bakvörður Liverpool.

Hraðasti sprettur Neymar mældist á 31,7 kílómetra hraða en hröðustu sprettir Mane og Salah í leiknum voru á 30,4 kílómetra hraða.
Athugasemdir
banner
banner
banner