Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 21. september 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
Walcott: Missti smá ástina á fótbolta
Sáttur hjá Everton.
Sáttur hjá Everton.
Mynd: Getty Images
„Ég ætla ekki að ljúga, ég missti smá ástina á fótbolta," sagði Theo Walcott, kantmaður Everton í viðtali við Sky Sports í dag.

Hinn 29 ára gamli Walcott yfirgaf Arsenal í janúar eftir tólf ára dvöl þar sem hann skoraði 108 mörk í 397 leikjujm. Hann fór til Everton þar sem hann segist hafa fundið gleiðina á ný.

„Ég átti góðar frammistöður (hjá Arsenal) en síðan fékk ég ekki tækifæri til að spila áfram. Að skora yfir 100 mörk fyrir Arsenal var frábært afrek fyrir mig persónulega en síðasta eitt og hálfa árið var erfitt, ég get ekki logið öðru," sagði Walcott.

„Þetta var mjög erfitt, að komast ekki í liðið og vera inn og út úr því. Ég vildi upplifa aftur spennu og gleði í fótboltanum og taldi að það yrði ekki hjá Arsenal."

„Sam (Allardyce) hafði samband á þessum tíma og ég hugsaði 'þetta er rétta skrefið fyrir mig.' Ég fékk gleðina aftur og gæti ekki verið ánægðari hér í hreinskilni sagt. Ég er að spila fótbolta með bros á vör og elska að spila fótbolta aftur."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner