sun 21. október 2018 14:04
Arnar Helgi Magnússon
Byrjunarlið Everton og Crystal Palace: Gylfi, Walcott og Richarlison byrja
Gylfi og Walcott eru báðir í liði Everton.
Gylfi og Walcott eru báðir í liði Everton.
Mynd: Getty Images
Einn leikur fer fram í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar Everton og Crystal Palace mætast klukkan 15:00. Leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Lærisveinar Roy Hodgson í Crystal Palace hafa ekki unnið í deildinni síðan 15. september þegar þeir unnu útsigur á Huddersfield. Fyrir leikinn situr liðið í 14. sæti deildarinnar með með sjö stig.

Everton, með einn allra besta leikmann deildarinnar innan sinna raða, Gylfa Þór Sigurðsson er að rétta úr kútnum en þeir hafa ekki tapað í þremur leikjum í röð.

Everton situr í 11. sæti deildarinnar en fer gæti farið upp í það áttunda með sigri hér í dag.

Gylfi Þór er á sínum stað í byrjunarliði Everton en hann spilar í "holunni" fyrir aftan Richarlison. Bernard og Walcott eru síðan á sitthvorum kantinum.

André Gomes leikur sinn fyrsta leik fyrir Everton en hann kom frá Barcelona í sumar.

Wilfried Zaha er á sínum stað í liði Palace sem sárlega þarf úrslit hér í dag.

Byrjunarlið Everton:
Pickford, Digne, Coleman, Keane, Zouma, Gueye, Gomes, Walcott, Gylfi Þór, Bernard, Richarlison.

Byrjunarlið Crystal Palace:
Hennessey, Van Aanholt, Tomkins, Sakho, Wan-Bissaka, Milivojevic, McArthur, Schlupp, Kouyate, Townsend, Zaha.
Athugasemdir
banner
banner
banner