Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 21. október 2018 14:30
Arnar Helgi Magnússon
Fyrsti El Clasico án Messi og Ronaldo síðan 2007
Mynd: Getty Images
Barcelona og Real Madrid mætast næstkomandi sunnudag í spænsku úrvalsdeildinni. Þessi leikur verður áhugaverður fyrir margar sakir en kannski sérstaklega vegna þess að hvorki Cristiano Ronaldo, né Lionel Messi munu taka þátt í leiknum.

Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 2007, eða 23. desmeber það ár að hvorugur þeirra spili El Clasico.

Ronaldo gekk til liðs við Juventus í sumar eftir níu ára dvöl hjá spænska Madrídar-risanum. Kaupverðið á Ronaldo var um 100 milljónir punda.

Lionel Messi varð fyrir meiðslum í gærkvöldi þegar hann handleggsbrotnaði í leik gegn Sevilla. Talið er að hann missi af leiknum gegn Real og fjórum öðrum.

Real Madrid hafði betur í leiknum árið 2007 en Julió Baptista skoraði eina mark leiksins. Eiður Smári var á varamannabekk Barcelona í leiknum en Lionel Messi var utan leikmannahóps þar sem hann var að glíma við meiðsli.

Byrjunarliðin í leiknum árið 2007 má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner