sun 21. október 2018 07:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Gattuso: Þurfum að eiga mjög góðan leik til að sigra
Gennaro Gattuso.
Gennaro Gattuso.
Mynd: Getty Images
Það er stórleikur á dagskrá ítölsku úrvalsdeildinnar í dag þegar Mílanó liðin AC Milan og Inter Milan mætast á San Siro.

Gennaro Gattuso knattspyrnustjóri AC Milan er nokkuð bjartsýnn fyrir leikinn en þeir hafa unnið síðustu þrjá leiki.

Gattuso segir að liðið hafi verið að bæta sig mikið á síðustu vikum.

„Liðið verður bara betra með hverjum leik sem það spilar, en við þurfum að spila bæði góðan sóknarleik og varnarleik ef við ætlum að ná í góð úrslit."

„Það er mikilvægt að allir mæti tilbúnir til leiks því að Inter er með sterkt lið og leikmenn sem búa yfir miklum gæðum. Við þurfum bara að vera rólegir og spila okkar leik og sjá svo til hvað gerist."

„Inter hefur verið að spila mjög vel og við þurfum að eiga mjög góðan leik til að sigra þá," sagði Gattuso að lokum.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 29 24 4 1 71 14 +57 76
2 Milan 29 19 5 5 55 33 +22 62
3 Juventus 29 17 8 4 44 23 +21 59
4 Bologna 29 15 9 5 42 25 +17 54
5 Roma 29 15 6 8 55 35 +20 51
6 Atalanta 28 14 5 9 51 32 +19 47
7 Napoli 29 12 9 8 44 33 +11 45
8 Fiorentina 28 12 7 9 41 32 +9 43
9 Lazio 29 13 4 12 36 33 +3 43
10 Monza 29 11 9 9 32 36 -4 42
11 Torino 29 10 11 8 28 26 +2 41
12 Genoa 29 8 10 11 31 36 -5 34
13 Lecce 29 6 10 13 26 45 -19 28
14 Udinese 29 4 15 10 28 44 -16 27
15 Verona 29 6 8 15 26 39 -13 26
16 Cagliari 29 6 8 15 29 50 -21 26
17 Empoli 29 6 7 16 22 43 -21 25
18 Frosinone 29 6 6 17 37 60 -23 24
19 Sassuolo 29 6 5 18 33 56 -23 23
20 Salernitana 29 2 8 19 23 59 -36 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner