Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   sun 21. október 2018 20:42
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Icardi afgreiddi Milan í borgarslagnum
Mauro Icardi skoraði sigurmarkið
Mauro Icardi skoraði sigurmarkið
Mynd: Getty Images
Inter lagði AC Milan í nágrannaslag í Seríu A á Ítalíu í kvöld en eina mark leiksins kom undir lokin.

Leikurinn byrjaði ekkert sérlega vel fyrir Inter og eftir hálftímaleik þurfti Radja Nainggoalan að fara af velli vegna meiðsla eftir tæklingu frá Lucas Biglia.

Mauro Icardi kom boltanum í netið í fyrri hálfleik en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Matias Vecino náði að snerta boltann og markið því dæmt af.

Icardi skoraði þó löglegt mark á endanum en undir lok leiks en þá misreiknaði Gianluigi Donnarumma fyrirgjöf frá hægri og Icardi tókst að koma knettinum í netið.

Lokatölur 1-0 en Inter er í þriðja sæti með 19 stig en Milan með 12 stig í 12. sæti.

Úrslit og markaskorarar:

Inter 1 - 0 Milan
1-0 Mauro Icardi ('90 )



Fiorentina 1 - 1 Cagliari
1-0 Jordan Veretout ('60 , víti)
1-1 Leonardo Pavoletti ('69 )
Athugasemdir
banner
banner
banner