Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 21. október 2018 13:45
Arnar Helgi Magnússon
Segir að viðbrögð Mourinho hafi verið alltof ýkt
Mourinho í leiknum í gær.
Mourinho í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Það var heldur betur dramatík undir lok leiks Chelsea og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ross Barkley skoraði jöfnunarmark Chelsea á 96. mínútu leiksins við mikinn fögnuð stuðningsmanna Chelsea á Stamford Bridge.

Öryggisverðir á vellinum náðu þó að koma í veg fyrir frekari læti.

Það var einn maður sem að gekk lengra en aðrir í fagnaðarlátunum en það var Marco Ianni sem er í þjálfarateymi Chelsea.

Hann hljóp meðfram hliðarlínunni og fagnaði beint fyrir framan varamannabekk United með þeim afleiðingum Mourinho brjálaðist og gekk á eftir Ianni.

Mourinho hafði orð á því eftir leikinn að Ianni hafi beðist afsökunar og reyndi að beina athygli blaðamanna annað.

Paul Parker sem lék með Manchester United frá árunum 1991-1996 segir að viðbrögð Mourinho hafi verið alltof mikil.

„Hann hefði ekki átt að bregðast svona við."

„Það sem Ianni gerði er algjörlega óafsakanlegt og Chelsea á að díla við það en hann fékk nákvæmlega þau viðbrögð sem hann vildi frá Mourinho."

„Mourinho á að vita betur að því að hann brást við eins og Ianni vildi. Hann sér eftir þessum ýktu viðbrögðum. Ianni má heldur ekki gleyma að hann á eftir að fara á Old Trafford."

Ianni starfaði með Sarri hjá Napoli áður en þeir komu til Chelsea í sumar.

Athugasemdir
banner