Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 21. október 2018 20:25
Brynjar Ingi Erluson
Sky: Lopetegui rekinn á morgun
Julen Lopetegui
Julen Lopetegui
Mynd: Getty Images
Spænska knattspyrnufélagið Real Madrid mun reka Julen Loptegui, þjálfara liðsins, á morgun. Það er Sky Sports sem greinir frá þessu.

Lopetegui tók við Real Madrid í sumar en gengi liðsins á tímabilinu hefur verið slakt. Liðið byrjaði ágætlega en nú hefur liðið ekki unnið í síðustu fimm leikjum, þar af fjögur töp.

Sky Sports greinir frá því að Real Madrid ætli að reka Lopetegui á morgun og þá mun í kjölfarið koma tilkynning frá klúbbnum.

Sorglegt ár hjá Lopetegui sem var þjálfari spænska landsliðsins áður en hann tók við Real Madrid. Hann hafði ekki ráðfært sig við knattspyrnusambandið um að taka við Madrídingum og var því rekinn. Nú missir hann starfið hjá Real Madrid en liðið hefur skorað eitt mark í síðustu fimm leikjum. Það hefur aldrei áður gerst í 116 ára sögu félagsins.

Mörg nöfn hafa verið nefnd til sögunnar um að taka við af Lopetegui en þar má nefna Antonio Conte, Arsene Wenger og Leandro Jardim.
Athugasemdir
banner
banner
banner