Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 21. október 2018 17:23
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Mikilvægur sigur hjá Norrköping
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn í liði Norrköping í sænska boltanum í dag. Liðið heimsótti Kalmar og hafði betur með tveimur mörkum gegn einu.

Sigurinn er afar mikilvægur í toppbaráttunni þar sem Gummi og félagar eru í öðru sæti, sex stigum frá toppliði AIK sem gerði markalaust jafntefli við Djurgården í dag.

Haukur Heiðar Hauksson var á bekknum hjá AIK og kom ekki við sögu í leiknum. Óttar Magnús Karlsson fékk þá að spreyta sig síðustu tíu mínúturnar er Trelleborg tapaði fyrir Sirius.

Trelleborg er í neðsta sæti og virðist fall óumflýjanlegt, enda liðið ellefu stigum frá öruggu sæti þegar fjórar umferðir eru eftir.

Djurgården 0 - 0 AIK

Kalmar 1 - 2 Norrköping
1-0 V. Elm ('19)
1-1 A. Fransson ('44)
1-2 K. Holmberg ('74)

Trelleborg 1 - 2 Sirius
0-1 S. Lundholm ('27)
1-1 T. Bjorkstrom ('41, sjálfsmark)
1-2 P. Haglund ('80)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner