sun 21. október 2018 15:00
Arnar Helgi Magnússon
Telur að Hazard og Willian treysti ekki Morata
Morata ekki fengið mörg tækifæri til þess að fagna mörkum sínum á þessu tímabili.
Morata ekki fengið mörg tækifæri til þess að fagna mörkum sínum á þessu tímabili.
Mynd: Getty Images
Alvaro Morata leikmaður Chelsea hefur verið í basli það sem af er leiktíðar en þessi 25 ára fyrrum framherji Real Madrid hefur einungis skorað þrjú mörk í tólf leikjum á tímabilinu.

Ruud Gullit fyrrum þjálfari og leikmaður Chelsea heldur því fram að Hazard og Willian treysti ekki lengur Morata og þeir forðist það nú að senda boltann á hann.

Morata var í byrjunarliði Chelsea sem mætti Manchester United í gær en honum var skipt útaf fyrir Olivier Giroud á 79. mínútu leiksins.

„Það er vont að sjá Willian og Hazard keyra með boltann inn á teig án þess að líta upp. Þeir gera það vegna þess að þeir treysta sjálfum sér betur heldur en Morata að fá boltann."

„Maður tók eftir því í leiknum gegn United að þeir reyndu kannski fyrirgjafir en Morata var bara aldrei sjáanlegur nálægt boltanum inní teig."

Mauro Icardi framherji Inter hefur verið orðaður við Chelsea en Sarri segir að hann hafi enn trú á Morata og að það hafi verið stígandi í hans leik að undanförnu.
Athugasemdir
banner
banner
banner