Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 21. október 2018 13:00
Arnar Helgi Magnússon
Trent: Erfiðara að mæta Zaha heldur en Ronaldo
Mynd: Getty Images
Trent Alexander-Arnold leikmaður Liverpool segir að Wilfried Zaha leikmaður Crystal Palace sé sá erfiðasti sem að hann hefur þurft að glíma við á ferlinum.

Trent hefur eignað sér hægri bakvarðarstöðuna hjá Liverpool og fengið fullt traust frá Klopp. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Trent þurft að glíma við nokkra ansi góða leikmenn.

„Ég myndi segja að Zaha sé sá erfiðasti. Hann er þvílíkur íþróttamaður."

„Það er ekki hægt að ná boltanum af honum, það er erfitt að ná honum, hann er með góða tækni og svo leggur hann upp mörk og skorar þau. Hann getur unnið leiki upp á sitt einsdæmi," segir Trent um Zaha."

„Ég er ekki að segja að Zaha sé á sama stalli og Ronaldo, Neymar og Messi en fyrir mig persónulega átti ég erfiðast með Zaha"

Liverpool mætir Rauð Stjörnunni í Meistaradeildinni á þriðjudag.

Athugasemdir
banner
banner
banner