Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 21. október 2018 07:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Waddle: Mikilvægt fyrir Tottenham að halda Eriksen
Mynd: Getty Images
Chris Waddle fyrrum leikmaður Tottenham segir að það yrði risa stórt skref fram á við fyrir félagið nái þeir að semja að nýju við danska landsliðsmanninn Christian Eriksen.

Eriksen er einn af lykilmönnunum í liði Tottenham sem endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildinnar á síðasta tímabili.

„Umboðsmaður Eriksen mun fara fram á að hann fái launahækkun og ef það gengur ekki eftir þá mun hann fara. Real Madrid og Barcelona yrðu fljót að bjóða honum það sem hann vill svo það má segja að boltinn sé í höndum Tottenham eins og er,“ sagði Chris Waddle.

„Daniel Levy mun ráða því hvernig félag Tottenham verður og hvert félagið stefnir. Það yrði risa skref fram á við fyrir Tottenham að semja að nýju við Eriksen, en það yrði mjög slæmt fyrir félagið ef þeir ná ekki að halda honum.“

„Það yrði frábært að halda honum en það eru peningarnir sem munu ráða því,“ sagði Waddle að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner