Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 21. október 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Atlético í baráttuna um Adeyemi
Karim Adeyemi er eftirsóttur
Karim Adeyemi er eftirsóttur
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Atlético Madríd ætlar að veita Bayern München og RB Leipzig harða baráttu um þýska framherjann Karim Adeyemi, leikmann Salzburg.

Adeyemi er 19 ára gamall og spilaði tvö ár í akademíunni hjá Bayern áður en hann fór til þýska liðsins SpVgg Unterhäching.

Fá félög eru betri í að vinna óslípaða demanta en Salzburg og er Adeyemi einn þeirra.

Hann er kominn með fjögur mörk í Meistaradeildinni á þessari leiktíð og hefur skorað 12 mörk í heildina á tímabilinu.

Samkvæmt þýsku miðlunum er Bayern í viðræðum við Salzburg en Leipzig hefur einnig mikinn áhuga á að fá hann. Nú er Atlético Madríd komið í baráttuna en Salzburg vill ríflega 25 milljónir punda fyrir leikmanninn.
Athugasemdir
banner