Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 21. október 2021 09:15
Elvar Geir Magnússon
City vill Vlahovic - City og United horfa til Olmo
Powerade
Dusan Vlahovic er gríðarlega eftirsóttur.
Dusan Vlahovic er gríðarlega eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Man City og Man Utd eru með auga á Dani Olmo .
Man City og Man Utd eru með auga á Dani Olmo .
Mynd: Getty Images
Newcastle hefur áhuga á Calvert-Lewin.
Newcastle hefur áhuga á Calvert-Lewin.
Mynd: Getty Images
Paulo Dybala.
Paulo Dybala.
Mynd: Getty Images
Vlahovic, Olmo, Dembele, Haaland, Tielemans, Dybala og Onuachu eru meðal þeirra sem við sögu koma í slúðurpakkanum. BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum.

Manchester City vill fá serbneska sóknarmanninn Dusan Vlahovic (21) frá Fiorentina. (Tuttosport)

City og Manchester United eru bæði að íhuga að veita Barcelona samkeppni um spænska sóknarmanninn Dani Olmo (23) hjá RB Leipzig. (Christian Falk)

Ousmane Dembele (24), framherji Barcelona, er opinn fyrir því að fara til Newcastle United þegar samningur hans rennur út í lok tímabils. (Goal)

Newcastle fundaði með Paulo Fonseca (48), fyrrum stjóra Roma, í gær. Portúgalinn er líklegastur til að taka við af Steve Bruce. (Mail)

Talsmenn nýrra eigenda Newcastle heyrðu fyrst í Fonseca í sumar og hafa nú tekið upp viðræður við hann á nýjan leik. (Telegraph)

Eigendur Newcastle hafa ekki tekið lokaákvörðun í stjóramálum sínum. Roberto Martínez, Frank Lampard, Lucien Favre, Steven Gerrard og Eddie Howe eru enn í myndinni. (Guardian)

Newcastle hefur áhuga á enska sóknarmanninum Dominic Calvert-Lewin (24) hjá Everton. (Telegraph)

Chelsea hefur áhuga á að kaupa Erling Haaland (21) frá Borussia Dortmund. Þetta hefur Thomas Tuchel staðfest. (Bild)

Youri Tielemans (24), miðjumaður Leicester, hefur hafnað tilboði um framlengingu á samningi sínum. Manchester United, Chelsea, Liverpool, Real Madrid, Atletico Madrid og Bayern München fylgjast með gangi mála. (90 mins)

Carlo Ancelotti stjóri Real Madrid vill að félagið fái Sergio Reguilon (24) aftur til sín með því að virkja ákvæði um að geta keypt hann til baka frá Tottenham. (El Nacional)

Ole Gunnar Solskjær kallaði leikmenn sína á neyðarfund á mánudag eftir 4-2 tapið gegn Leicester. Leikmenn svöruðu með 3-2 endurkomusigri gegn Atalanta í Meistaradeildinni á miðvikudag. (Times)

Tottenham hefur bæst í hóp félaga sem fylgjast með nígeríska sóknarmanninum Paul Onuachu (27) hjá Genk. Belgíska félagið vill fá 20 milljónir punda fyrir leikmanninn sem er einnig undir smásjá West Ham. (Mail)

Brighton skoðar sóknarmanninn Mohamed Bayo (23) hjá Clermont en hann er metinn á 10 milljónir punda og hefur verið líkt við Romelu Lukaku. (Argus)

Portúgalski miðjumaðurinn Bruno Fernandes (27) hótaði að fara fram á sölu þegar hann heyrði að Manchester United væri eitt af félögunum á bak við hugmyndir um stofnun Ofurdeildar. (The Athletic)

Argentínumaðurinn Paulo Dybala (27) er mjög nálægt því að skrifa undir nýjan samning við Juventus. Þetta segir varaforseti félagsins Pavel Nedved. (Football Italia)

Sheffield United hefur enn áhuga á spænska vængmanninum Alex Collado (22) hjá Barcelona. (Mundo Deportivo)
Athugasemdir
banner
banner
banner