Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 21. október 2021 15:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dagný mátti ekki knúsa son sinn - Ekki misrétti heldur reglubreytingar
Icelandair
Eftir leikinn gegn Norður-Makedóníu.
Eftir leikinn gegn Norður-Makedóníu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einn reyndur Víkingur með einum óreyndari.
Einn reyndur Víkingur með einum óreyndari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir skrifaði pistil á Facebook-síðu sinni þann 10. september eftir september-verkefni karlalandsliðsins.

Hún bar þar saman aðgengi leikmanna að fjölskyldumeðlimum eftir leiki og til samanburðar sagði hún frá því að hún hefði ekki mátt knúsa son sinn eftir fyrri leikinn gegn Írlandi í júní þar sem það væri brot á sóttvarnarreglum. Dagný braut meðvitað þá reglu og knúsaði son sinn.

Dagný setti mynd af sér og syni sínum á Instagram en starfsfólk KSÍ bað Dagnýju um að taka myndina af Instagram skömmu síðar. Dagný sýndi því skilning því hún var meðvituð um að hún hafði brotið reglur.

Dagnýju fannst erfitt að sjá fjölskyldumyndirnar eftir leik karlalandsliðsins og óréttlátt að strákarnir hefðu mátt heilsa upp á sína fjölskyldumeðlimi eftir sinn leik.

Fréttaritari spurði Dagnýju á fréttamannafundi í dag út í þetta mál. Hafa verið einhverjar samræður við þig eða eitthvað sem var gert í þessu? Dagný vippaði spurningunni strax yfir á landsliðsþjálfarann og bað hann að svara.

„Það voru breytingar á reglum á þessum tíma. Hlutirnir breyttust akkúrat á þessum tíma frá vori og fram á haust, í grunninn var það bara svoleiðis að aðgengið varð öðruvísi. Það er í raun eina skýringin á þessu, þessar breytingar á reglum frá því í júní og í september," sagði Þorsteinn Halldórsson.

Eftir landsliðsfundinn kom starfsmaður KSÍ, Óskar Örn Guðbrandsson, að máli við fréttaritara og bauðst til að útskýra málið frekar.

„Þetta snýst einfaldlega um það að í júní voru liðin í vinnusóttkví samkvæmt íslensku reglunum. Í september, þegar allir voru búnir að fara í gegnum bólusetningu, voru liðin okkar ekki í vinnusóttkví samkvæmt íslensku reglunum. Þar liggur bara stóri munurinn," sagði Óskar.

„Fólk sem er í sóttkví á ekki að vera í samskiptum við aðra, hvorki fjölskyldu sína né aðra en með þessari vinnusóttkvíarreglu þá fengum við undanþágu til þess að liðin máttu koma hingað til að æfa og keppa. Þau áttu á þeim tíma ekki að vera í neinum samskiptum við aðra. Þetta breyttist svo þegar liðinu voru orðin bólusett."

„Núna eru allir leikmenn íslenska liðsins fullbólusettir. Ef einn leikmaður væri ekki fullbólusettur þá væri allt liðið í vinnusóttkví. Reglurnar breytast á milli tímabila eins og Steini sagði réttilega. Það gerðist í sumar að flestir urðu bólusettir,"
sagði Óskar.
Athugasemdir
banner
banner