Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. október 2021 17:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hallbera öflugust í spurningakeppni - Team TikTok með allt Seinfeld á hreinu
Icelandair
Hallbera var með Guðnýju í liðið og 'sá um þetta'.
Hallbera var með Guðnýju í liðið og 'sá um þetta'.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumoðið niðurstaðan hjá Cecilíu og hennar stöllum í Team TikTok.
Miðjumoðið niðurstaðan hjá Cecilíu og hennar stöllum í Team TikTok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framundan hjá kvennalandsliðinu eru tveir leikir í undankeppni HM. Á morgun mætir liðið Tékklandi og á þriðjudag mætir liðið Kýpur.

Í síðasta landsliðsverkefni fór landsliðshópurinn bæði í golf og í paintball.

Fréttaritari spurði Guðnýju Árnadóttur í viðtali í gær hvort eitthvað sérstakt hefði verið gert í vikunni til að halda stemningunni léttri.

„Við fórum í spurningakeppni í gærkvöldi, Ási [aðstoðarþjálfari] sá um það og svo einhverja leiki á æfingum. Það er mjög gaman hjá okkur og hópurinn skemmtilegur," sagði Guðný í gær.

„Ég var með Hallberu í liði, hún sá um þetta og við rústuðum þessu," sagði Guðný aðspurð hvort einhver hefði komið á óvart í keppninni.

Sif Atladóttir kom á eftir Guðnýju í viðtal og var hún einnig spurð út í spurningakeppnina. Hvernig gekk þínu liði?

„Team TikTok var alveg að standa sig; ég, Sveindís [Jane Jónsdóttir] og Cessa [Cecilía Rán Rúnarsdóttir]."

„Við krakkarnir vorum saman og það gekk ansi vel. Þetta var góð blanda af ungu og gömlu og við vorum þarna einhvers staðar í miðjumoði,"
sagði Sif.

„Við vorum ekki alveg með sumar staðreyndir á hreinu en mikilvægustu spurningarnar eins og allt í kringum Seinfeld og allt þetta var allt niðurneglt," sagði Sif á léttu nótunum.
Athugasemdir
banner
banner