Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 21. október 2021 09:32
Elvar Geir Magnússon
Ísland fallið um 23 sæti á FIFA listanum á tólf mánuðum
Icelandair
Strákarnir okkar hríðfalla niður heimslistann.
Strákarnir okkar hríðfalla niður heimslistann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari.
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland er komið niður í 62. sæti á styrkleikalista FIFA en nýr listi var opinberaður í morgun. Íslenska liðið fer niður um tvö sæti frá síðasta lista en á síðustu tólf mánuðum hefur liðið alls hrapað niður um 23. sæti.

Íslandi hefur gengið illa í undankeppni HM og aðeins náð að vinna Liechtenstein. Í næsta mánuði eru tveir síðustu leikirnir hjá strákunum okkar í riðlinum; útileikir gegn Norður Makedóníu og Rúmeníu.

Afríkuþjóðin Búrkína Fasó er komin uppfyrir Ísland og situr í 61. sæti á nýja listanum. Af Norðurlandaþjóðunum er það aðeins Færeyjar sem eru neðar en Ísland.

Belgía enn á toppnum
Belgar eru enn á toppnum á heimslistanum en Brasilíumenn eru farnir að anda ofan í hálsmálið á þeim. England fellur niður um tvö sæti á listanum.

1. Belgía
2. Brasilía
3. Frakkland
4. Ítalía
5. England
6. Argentína
7. Spánn
8. Portúgal
9. Mexíkó
10. Danmörk
--------
57. Malí
58. Norður-Írland
59. Jamaíka
60. Finnland
61. Búrkína Fasó
62. Ísland
63. Albanía
64. Slóvenía
65. El Salvador
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner