Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 21. október 2021 14:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Langar að komast á HM - Þurfti umhverfi þar sem hún gat bætt sig
Icelandair
Dagný Brynjarsdóttir
Dagný Brynjarsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fagnað hjá West Ham
Fagnað hjá West Ham
Mynd: Getty Images
Ég er að fíla mig mjög vel, líður vel, flott lið og flott umgjörð
Ég er að fíla mig mjög vel, líður vel, flott lið og flott umgjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagný Brynjarsdóttir var fulltrúi leikmanna á fréttamannafundi í dag en tilnefnið var leikur Íslands gegn Tékklandi á morgun. Dagný er leikmaður West Ham og svaraði spurningum í tengslum við leikinn á morgun og félagslið sitt.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 18:45 og er hægt að kaupa miða á Tix.is með því að smella hér.

Tékkarnir eru bara alveg eins
Hvernig eru minningarnar af þessum leikjum við Tékka fyrir þrem og fjórum árum?

„Í seinasta leik var ég ekki með, var nýbúin að eignast son minn en ég spilaði gegn þeim árið 2017. Það var erfiður leikur, við vorum að koma frá Þýskalandi eftir sigur gegn Þjóðverjum og gerum í kjölfarið jafntefli við Tékka. Það var bara hörkuleikur, færi á báða bóga og jafn leikur. Ég reikna með því sama á morgun líka."

Þetta hafa verið harðir leikir, áttu von á því að þetta verði „physical"?

„Ég held það, það var mjög mikil harka í leiknum sem ég spilaði og mjög mikið af aukaspyrnum ef ég man rétt. Ég myndi segja að við séum fastar fyrir og látum finna fyrir okkur en Tékkarnir eru bara alveg eins."

Verða að taka þrjú stig
Hvert er mikilvægi leiksins?

„Hann er ótrúlega mikilvægur. Annar leikurinn og við erum án stiga á meðan Tékkar eru með fjögur stig. Auðvitað getur margt gerst hvernig sem leikurinn fer en auðvitað ætlum við að taka þrjú stig. Okkur langar að fara á HM og hvert stig skiptir máli í því verkefni. Ef við ætlum að reyna við fyrsta sætið þá verðum við að taka þrjú stig á móti Tékkum."

Sá hvernig þetta var hjá strákunum á HM
Ísland hefur komist fjórum sinnum á EM en aldrei á HM. Er þetta eitthvað sem leikmenn spá í?

„Þetta er eitthvað sem okkur langar að gera og vorum að mörgu leyti frekar nálægt því í síðustu undankeppni, við byrjuðum hana rosalega vel. Maður sá hvernig þetta var hjá strákunum þegar þeir fóru á HM. Auðvitað er þetta eitthvað sem manni langar að gera á meðan maður er að spila."

Skiptir mestu máli að öllum líði vel
Hvernig er tímabilið að byrja hjá West Ham og hvernig ertu að fíla þig þarna?

„Ég er að fíla mig mjög vel, líður vel, flott lið og flott umgjörð. Tímabilið hefur farið vel af stað en við höfum tapað stigum í leikjum sem við hefðum átt að taka þrjú stig úr, fáum mark á okkur á 92. og hitt liðið skoraði úr sínu eina færi, hlutir sem féllu ekki alveg með okkur."

„Mér finnst þetta skemmtilegt, ég þurfti umhverfi þar sem ég finn að ég get bætt mig í. Ég er úti með fjölskyldunni minni og okkur öllum líður vel. Það er það sem skiptir mestu máli."


Skemmtilegra á miðjunni en spilar frammi ef þess er óskað
Dagný spilaði leik í fremstu víglínu hjá West Ham. Hvort líður þér betur á miðjunni eða fremst?

„Ég var sett fram fimm dögum eftir að ég var með covid. Ég hef fyrir utan einn leik spilað á miðjunni. Mér finnst töluvert skemmtilegra á miðjunni og viðurkenni að mér finnst ekkert sérstaklega gaman frammi. En ég spila þar ef þjálfarinn vill það."
Athugasemdir
banner
banner