fim 21. október 2021 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Pique jafnaði met Carlos - Kominn með 16 mörk í Meistaradeildinni
Gerard Pique
Gerard Pique
Mynd: EPA
Spænski turninn Gerard Pique skoraði sitt 16. mark í Meistaradeild Evrópu í gær er hann tryggði Barcelona 1-0 sigur á úkraínska liðinu Dynamo Kiev.

Barcelona vann fyrsta sigur sinn í riðlakeppninni á þessu tímabili með marki frá Pique sem skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Jordi Alba.

Þetta var sextánda mark Pique í Meistaradeildinni og er því markahæsti varnarmaður keppninnar frá upphafi ásamt Roberto Carlos.

Carlos skoraði sextán mörk fyrir Real Madrid í Meistaradeildinni en næstur á eftir þeim er Sergio Ramos, leikmaður Paris Saint-Germain, sem gerði fimmtán mörk fyrir Madrídinga.

Hann er sá eini sem getur ógnað Pique í baráttunni um efsta sætið en á þó enn eftir að spila leik fyrir PSG.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner