Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 21. október 2021 16:00
Elvar Geir Magnússon
Umboðsmaður Insigne fundaði með Inter
Mynd: EPA
Lorenzo Insigne hefur ekki náð samkomulagi við Napoli og umboðsmaður hans, Vincenzo Pisacane, fundaði í höfuðstöðvum Inter.


Calciomercato segir að rætt hafi verið um framtíð ítalska landsliðsmannsins en samningur hans við Napoli rennur út í júní 2022.

Inter hefur þó ekki gert formlegt tilboð. Félagið þarf að leysa samningamál Nicolo Barella og Marcelo Brozovic og finna lausn á framtíð Alexis Sanchez áður en hægt er að gera tilboð í Insigne.

Insigne er 30 ára gamall og spilaði stórt hlutverk í Evrópumeistaratitli Ítalíu fyrr á árinu. Hann segist ekki útiloka neitt varðandi sína framtíð og segir mögulegt að hann geri nýjan samning við Napoli. Það ber þó enn mikið í milli í viðræðum um nýjan samning.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner