Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. október 2021 10:23
Elvar Geir Magnússon
Valsmenn leggja nýtt gervigras
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á þriðjudaginn byrjaði vinna við að skipta um gervigras á Origo-vellinum að Hlíðarenda, heimavelli Vals. Í fyrsta fasa verkefnisins er sandi og gúmmíkurli sópað upp úr vellinum áður en grasinu verður flétt af.

Áætlaður tímarammi fyrir þennan fasa er um ein til ein og hálf vika.
Í kjölfarið verður byrjað á að leggja nýtt gras sem mun taka 3-4 vikur. Áætluð verklok eru á bilinu 20. - 25. nóvember svo framarlega að veðurfar verði hagstætt á meðan verkinu stendur.

Á heimasvæði Vals á Facebook segir að nýja gervigrasið sé af bestu gerð, um sé að ræða samskonar gras og nýlega var lagt á þjóðarleikvang Færeyinga.
Athugasemdir
banner
banner