banner
   mið 21. nóvember 2018 16:22
Magnús Már Einarsson
Barcelona má kaupa af Liverpool - Kostar auka
Coutinho fór til Barcelona í janúar.
Coutinho fór til Barcelona í janúar.
Mynd: Getty Images
Spænskir fjölmiðlar sögðu frá því í gærkvöldi að Barcelona megi ekki kaupa leikmenn af Liverpool fyrr en í fyrsta lagi árið 2021. Sagt var að Liverpool hefði sett þessa klásúlu þegar Barcelona keypti Philippe Coutinho á 142 milljónir punda í janúar síðastliðnum.

Enskir fjölmiðlar keppast nú um að birta fréttir um að þetta sé ekki alveg rétt hjá kollegum þeirra á Spáni.

Fjölmiðlar á Englandi segja að Barcelona megi kaupa leikmenn af Liverpool en ef félagið ætli sér að gera það fyrir árið 2020 þá þurfa það að borga aukalega.

Barcelona þarf að greiða 100 milljónir evra, 89 milljónir punda, ofan á kaupverðið ef félagið kaupir leikmann frá Liverpool fyrir 2020.

Auk Coutinho þá keypti Barcelona framherjann Luis Suarez frá Liverpool á 75 milljónir punda árið 2014 og Javier Mascherano á 17,25 milljónir punda árið 2010.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner