mið 21. nóvember 2018 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Barcelona tapar á því að selja Dembele
Mynd: Getty Images
Mikið hefur verið rætt um framtíð Ousmane Dembele hjá Barcelona en þessi ungi kantmaður hefur ekki náð sér á strik frá komu sinni til félagsins.

Barca borgaði tæplega 100 milljónir punda fyrir Dembele í fyrra en starfsmönnum félagsins líður ekki eins og hann sé að gera sitt besta. Þess vegna hefur hann verið orðaður við félög á borð við Arsenal og Liverpool að undanförnu.

Barca keypti Dembele af Borussia Dortmund og sömdu félögin um ákveðnar aukagreiðslur. Barca borgaði 4.5 milljónir í aukagreiðslu þegar félagið náði Meistaradeildarsæti í vor og aðrar 4.5 milljónir þegar Dembele spilaði sinn 25. leik fyrir félagið.

Þýski miðillinn Die Welt heldur því fram að þriðja og síðasta aukagreiðslan taki aðeins gildi ef Dembele verður seldur frá Barca áður en samningur hans við félagið rennur út sumarið 2022.

Sú greiðsla hljóðar upp á 26 milljónir punda og myndi gera heildarkaupverðið að 131 milljón. Þannig myndi félagið tapa talsverðum fjárhæðum á því að selja leikmanninn, en verðmiðinn er talinn vera í kringum 100 milljónir punda.

Sjá einnig:
Suarez við Dembele: Forréttindi að vera fótboltamaður
Barcelona hefur áhyggjur af tölvuleikjafíkn Dembele
Fyrrum leigusali Dembele er að lögsækja hann
Valverde ósáttur með Dembele - Gæti farið í janúar
Liverpool tilbúið að bæta félagsmet til að kaupa Dembele
Athugasemdir
banner
banner
banner