Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 21. nóvember 2018 20:30
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið Íslands - Óli Stefán velur sitt lið
Icelandair
Óli Stefán Flóventsson.
Óli Stefán Flóventsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Ingi er í hjarta varnarinnar hjá Óla.
Sverrir Ingi er í hjarta varnarinnar hjá Óla.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Gylfi er einn af þremur framherjum hjá Óla.
Gylfi er einn af þremur framherjum hjá Óla.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Eftir Þjóðadeildina er næsta verkefni íslenska landsliðsins undankeppni EM 2020 en hún hefst í mars næstkomandi. Fótbolti.net fékk nokkra álitsgjafa til að velja besta byrjunarlið Íslands miðað við að allir séu heilir heilsu.

Hér að neðan má sjá liðið sem Óli Stefán Flóvensson, þjálfari KA, skilaði inn. Hann kemur með nýtt leikkerfi í umræðuna.

„Ég ákveð að nota leikkerfið 1-3-4-3 vegna þess að það gefur okkur ákveðna kosti út frá þeim leikmannahópi sem við höfum. Varnarlega verðum við líka þéttari í þessu kerfi þar sem við föllum niður í 1-5-4-1. Með því náum því að loka vel á svæðin sem við þurfum að loka á þegar við bökkum í lágvörn eins og Ísland hefur gert með góðum árangri," sagði Óli Stefán um liðið.

„Í markið tek ég reynsluna fram yfir æskuna. Hannes er mjög reyndur landsliðsmarkvörður sem hefur gott samband við Kára og Ragga. Alex Rúnarsson er mjög nálægt þessu. Alex er frábær nútímamarkvörður sem er góður í fótunum."

„Við erum ekki á flæðiskeri staddir með hafsenta. Ég ákveð að setja Sverri á milli þeirra Ragga og Kára vegna þess að hann hefur góðan leikskilning og fínan hraða til að bakka Kára upp með. Við erum með Hörð Björgvin sem að mínu mati er fullkominn í vinstri hafsent í þessu þriggja hafsenta kerfi. Svo sáum við að Jón Guðni og Hjörtur eru ekki langt undan."

„Í rauninni erum við með tvö fullkomna vængbakverði í Birki og Ara Frey sem gefa mikið af sér sóknarlega en eru um leið fljótir að skila sér niður aftur."

„Við erum í fínum málum á miðjunni með Aron Einar, Birki Bjarna og Emil Hallfreðs. Birkir væri meira Box to Box leikmaður meðan Aron Einar er í sexu hlutverki."

„Sóknarmiðjumenn. Með því að setja Gylfa og Jóa í þessi hlutverk þá þarftu að sníða þeirra eiginleika inn í systemið. Gylfi fær þetta “HAZARD” hlutverk en því fylgir ákveðið frelsi. Við viljum halda honum þar sem hans tilfinning segir honum að vera. Með Jóa erum við með mann með hraða sem getur tekið hlaup inn í gegnum línu. Jói gæti líka driftað út í vænginn og búið til stöðu sem er honum eðlislæg. Kostirnir við að hafa Gylfa og Jóa í þessum stöðum eru að þeir eru frábærar skyttur báðir tveir, Gylfi með hægri fótinn og Jói þann vinstri."

„Við eigum nokkra frambærilega kosti í senterinn. Alfreð er augljósasti kosturinn eins og staðan er í dag enda er hann frábær markaskorari á hæsta leveli í Þýsku deildinni. Albert Guðmunds er heldur betur að gera sig gildandi í baráttunni um sæti í liðinni en hann gæti líka tekið hlutverk framliggjandi miðjumanns í þessu kerfi. Kolbeinn Sigþórs væri frábær nía í þessu uppleggi og svo er Andri Rúnar auðvitað búinn að sanna sig sem senter í 1-3-4-3."

„Það er hægt að stilla upp nokkrum möguleikum í þetta leikkerfi eins og t.d að nota Jóa Berg í vinstri vængbakvörð og Rúrik eða Theódor Elmar í hægri."


Sjá einnig:
Einar Örn velur sitt lið
Rikki G velur sitt lið
Tómas Þór velur sitt lið

Athugasemdir
banner
banner