mið 21. nóvember 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Carroll og Wilshere að snúa aftur í lið West Ham
Andy Carroll.
Andy Carroll.
Mynd: Getty Images
Andy Carroll og Jack Wilshere gætu báðir snúið aftur í lið West Ham gegn Manchester City á laugardag.

Carroll fór í aðgerð á ökkla í sumar og hefur ekkert komið við sögu síðan þá.

Þessi hávaxni framherji er hins vegar byrjaður að æfa á fullu og í síðustu viku spilaði hann 45 mínútur í æfingaleik gegn Brentford.

Carroll verður möulega á bekknum hjá West Ham gegn ensku meisturunum um helgina.

Wilshere fór í aðgerð á ökkla í september og hann gæti einnig snúið aftur í leikmannahópinn um helgina.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner