Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 21. nóvember 2018 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Fimm framlengja við Aftureldingu
Leikmennirnir fimm sem framlengdu samninga sína við Aftureldingu
Leikmennirnir fimm sem framlengdu samninga sína við Aftureldingu
Mynd: Afturelding
Afturelding heldur áfram að framlengja samninga við öfluga leikmenn en fimm leikmenn skrifuðu undir í gær. Liðið vann 2. deildina í sumar og spilar því í Inkasso-deildinni næsta sumar.

Alexander Aron Davorsson, Andri Már Hermannsson, Elvar Ingi Vignisson, Jason Daði Svanþórsson og Jökull Jörvar Þórhallsson gerðu allir tveggja ára samning.

Alexander Aron er uppalinn í Aftureldingu og er með reynslumeiri leikmönnum liðsins. Hann hefur gert 52 mörk í 197 meistaraflokksleikjum á ferlinum.

Andri Már er uppalinn í Fylki en hann gerði vel með Aftureldingu í hægri bakverði í sumar. Hann kom frá Gróttu og spilaði alla leiki Aftureldingar í 2. deildinni.

Elvar Ingi er framherji og uppalinn í Aftureldingu en hann gerði sex mörk í tíu leikjum í sumar. Meiðsli settu þó strik í reikninginn.

Jason Daði er 18 ára gamall og vakti mikla athygli en hann var á bekknum í liði ársins hér á Fótbolta.net. Þá gerði Jökull Jörvar 3 mörk í 20 leikjum í sumar á sínu fyrsta meistaraflokkstímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner