Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 21. nóvember 2018 10:49
Magnús Már Einarsson
O'Neill og Keane hætta með írska landsliðið
Roy Keane og Martin O'Neill.
Roy Keane og Martin O'Neill.
Mynd: Getty Images
Martin O'Neill landsliðsþjálfari Íra hefur sagt starfi sínu lausu en írska knattspyrnusambandið staðfesti þetta í dag.

Roy Keane, aðstoðarmaður O'Neill, hefur einnig ákveðið að hætta störfum.

O'Neill hefur verið þjálfari Íra undanfarin fimm ár en liðið fór á EM 2016 undir hans stjórn.

Írar komust hins vegar ekki á HM í Rússlandi og á dögunum féllu þeir niður í C-deild í Þjóðadeildinni eftir að hafa endað á botninum í sínum riðli í B-deildinni.

Nýr þjálfari tekur nú við Írum áður en undankeppni EM 2020 hefst í mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner