Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 21. nóvember 2018 09:00
Magnús Már Einarsson
Perisic inn og Rashford út hjá Man Utd?
Powerade
Ivan Perisic er orðaður við Manchester United á nýjan leik.
Ivan Perisic er orðaður við Manchester United á nýjan leik.
Mynd: Getty Images
Christian Eriksen er orðaður við Real Madrid og PSG.
Christian Eriksen er orðaður við Real Madrid og PSG.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru mætt með glænýtt slúður. Skoðum það!



Manchester City þarf að borga 75 milljónir punda til að landa Frenkie de Jong (21) miðjumanni Ajax en hann yrði þar með dýrasti leikmaðurinn í sögu City. Barcelona vill líka fá De Jong. (Mirror)

Real Madrid ætlar að kaup Marcus Rashford (21) frá Manchester United á 50 milljónir punda og Christian Eriksen (26) frá Tottenham á 40 milljónir punda. (Sun)

PSG ætlar að berjast við Real Madrid um Eriksen. (Express)

Ed Woodward, varaformaður Manchester United, vill hefja viðræður við Rashford um nýjan samning til að koma í veg fyrir að hann fari til Real Madrid eða PSG. (Star)

N'Golo Kante (27) er að ganga frá nýjum samningi við Chelsea upp á 300 þúsund pund í laun á viku. (Telegraph)

Real Madrid er að reyna að sannfæra Brahim Diaz (19) um að framlengja ekki samning sinn hjá Manchester City. (AS)

Inter er að íhuga að selja Ivan Perisic (29) til Manchester United á 31 milljón punda. (Sun)

Juan Mata (30) ætlar að taka sér tíma í að ákveða hvort hann verði áfram Manchester United eða ekki. (ESPN)

Crystal Palace og Schalke vilja fá miðjumanninn Ruben Loftus-Cheek (22) á láni frá Chelsea í janúar. (Times)

Adrien Rabiot (23) miðjumaður PSG hefur sagt Barcelona að hann muni koma til félagsins í sumar. (Mundo Deportivo)

Leicester vill fá Mohamed Elneny (26) miðjumann Arsenal. (Leicester Mercury)

Franska félagið Nice vill kaupa Simon Mignolet (30) frá Livepool en líklegast er þó að Belginn verði áfram hjá enska félaginu út tímabilið. (Liverpool Echo)

Javier Hernandez (30) er á förum frá West Ham í janúar. Besiktas hefur áhuga. (Sun)

West Ham ætlar að reyna að fá vinstri bakvörðinn Leondardo Koutris (23) frá Olympiakos á fimm milljónir punda í janúar. (Mirror)

Zlatan Ibrahimovic (37) framherji La Galaxy fer til AC Milan í janúar. Hann fær 1,7 milljón punda fyrir hálft tímabil hjá liðinu. (La Gazzetta dello Sport)

Sevilla vill fá miðjumanninn Vicente Iborra (30) frá Leicester. (COPE)

Nikola Vlasic (21) verður líklega áfram á láni hjá CSKA Moskvu frá Everton þrátt fyrir áhuga frá Inter og Roma. (ESPN)

Wolves hefur rætt við senegalska framherjann Mbaye Diagne (27) hjá Kasimpasa í Tyrklandi en hann gæti komið til Úlfanna í janúar. (ESPN)

Manchester United er að fá markvörðinn Paul Woolston (20) til sín en hann fékk ekki nýjan samning hjá Newcastle. (Metro)
Athugasemdir
banner
banner