banner
   mið 21. nóvember 2018 13:30
Brynjar Ingi Erluson
Rafinha vill fara frá Barcelona í janúar
Rafinha í leik með Börsungum
Rafinha í leik með Börsungum
Mynd: Getty Images
Brasilíski miðjumaðurinn Rafinha vill yfirgefa Barcelona í janúar en faðir leikmannsins greindi frá þessu í viðtali.

Þessi 25 ára gamli leikmaður hefur aðeins byrjað fjóra leiki hjá Barcelona á þessu tímabili en hann var allt síðasta tímabil á láni hjá Inter á Ítalíu þar sem hann gerði góða hluti.

Mazinho, faðir hans og fyrrum leikmaður brasilíska landsliðsins, segir að Rafinha vilji hugsa sér til hreyfings í janúar.

„Þetta er sturlun. Hann skilur ekki neitt í þessu," sagði Mazinho.

„Við verðum að koma honum í burtu því þetta er orðið of flókið þarna. Nú eru komin tvö ár þar sem hann er varla að spila en hann þarf 30-40 leiki á tímabili," sagði hann í lokin.

Þess má til gamans geta að Thiago Alcantara er bróðir Rafinha en hann spilar með Bayern München og spænska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner