Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 21. nóvember 2018 11:00
Magnús Már Einarsson
Rene Joensen áfram hjá Grindavík
Rene Joensen í leik með Grindavík.
Rene Joensen í leik með Grindavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Færeyski landsliðsmaðurinn Rene Joensen verður áfram hjá Grindavík á næsta tímabili en þetta staðfesti hann í samtali við in.fo.

Rene sagði í viðtali í Færeyjum í síðasta mánuði að hann vildi spila hjá stærra félagi en Grindavík.

Rene er samningsbundinn Grindavík í ár til viðbótar og nú er ljóst að hann fer ekki fet.

Síðastliðið sumar skoraði Rene tvö mörk í tuttugu leikjum í Pepsi-deildinni með Grindavík.

Rene er einnig fastamaður í færeyska landsliðinu en hann skoraði í gærkvöldi í 1-1 jafntefli gegn Möltu í Þjóðadeildinni.

Rene var í yngri liðum Bröndby á sínum tíma en hann lék síðan með HB í heimalandinu 2014 og 2015. Hann lék með Vendsyssel í Danmörku áður en hann samdi við Grindavík sumarið 2017.
Athugasemdir
banner
banner
banner