Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 21. nóvember 2018 16:30
Magnús Már Einarsson
Siggi Hlö um Mourinho: Þetta er bara Trump 2
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho var mikið til umræðu í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolta.net í dag. Sigurður Hlöðversson og Jóhann Skúli Jónsson, stuðningsmenn Manchester United, voru gestir þáttarins.

Smelltu hér til að hlusta á Manchester United spjall í Miðjunni

Mourinho hefur verið undir pressu á tímabilinu en Siggi segir erfitt að sjá hver ætti að verða eftirmaður Portúgalans ef hann yrði látinn fara.

„Ég er ekki búinn að sjá neinn sem gæti komið í staðinn. Ef það væri einhver þarna úti sem væri maðurinn þá væri það flott. Þá mætti reka Mourinho og fá nýjan inn," sagði Siggi sem er ekki ánægður með hegðun Mourinho.

„Hann er svo steiktur í því að vera steiktur. Þetta gengur út á að reyna að vera skrýtinn. Hvernig hann hamast í fjölmiðlunum, þetta er bara Trump 2. Slökum aðeins á."

„Stundum er hann að taka álagið af leikmönnum en ég held að það sé ekki að skila sér til baka til leikmanna. Hann leggur of mikla áherslu á að vera skrýtinn. Ég held að það sé ákveðinn X-faktor sem menn hafa og ég held að hann sé farinn hjá Mourinho gagnvart Manchester United."


Smelltu hér til að hlusta á Manchester United spjall í Miðjunni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner